Leikskólastarf

Article Index

Í Hulduheimum er unnið í anda Reggio, sem kennd er við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu. Hugmyndafræðingurinn á bak við starfið þar var Dr. Loris Malagozzi. Einnig er unnið eftir hugmyndafræði og uppeldiskenningum John Dewey og hugmyndafræði Diane Gossen – Uppeldi til ábyrgðar, uppbygging sjálfsaga.

Tákn með tali er líka virkur þáttur í starfsemi leikskólans. Gott samstarf er við Borgaskóla sem er grunnskólinn í hverfinu og frístundaheimilið Hvergiland.

Einkunnarorð leikskólans eru "Virðing  – Gleði  – Vinátta" og ræktum við með okkur vináttu, gleði og samkennd í leik og starfi svo hver einstaklingur fái notið sín.

Aðalmarkmið Hulduheima er að barnið læri að bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum, öðlist jákvæða
sjálfsmynd og tilfinningu fyrir eigin getu.


Samstarf Hulduheima og Borgaskóla

Náið samstarf er fastur liður í starfi allra grunnskóla og leikskóla í Reykjavík

Markmið:
 • Að leikskólinn og grunnskólinn viðhaldi góðum tengslum og samvinnu sín á milli.
 • Að stuðlað sé að hnökralausri færslu milli skólastiganna og dregið úr spennu og kvíða sem getur fylgt skólabyrjun hjá nemendum.
 • Að leikskólabörnin fái tækifæri til að kynnast aðstæðum og skipulagi í grunnskólanum fyrir skólabyrjun.
 • Að leikskóla- og grunnskólakennarar þekki starf hvers annars.

Hulduheimar: Virðing – Gleði - Vinátta
Borgaskóli: Ábyrgð – Ánægja – Árangur

Framkvæmd:
 • Gagnkvæmar heimsóknir eru á milli elstu barna í Hulduheimum og nemenda 1. bekkja í Borgaskóla.
 • 5. bekkur les fyrir börn í Hulduheimum.
 • Leikskólabörnin koma í íþróttatíma og fleiri sérgreinar í Borgaskóla.
 • Hulduheimar fá afnot af íþróttahúsi Borgaskóla á starfsdögum og í leyfum samkvæmt skóladagatali.
 • Sögustund fyrir leikskólabörnin á bókasafni Borgaskóla.
 • Börnum í Hulduheimum boðið á æfingar fyrir árshátíð og í samveru nemenda í Borgaskóla.
 • Kennarar beggja stiga kynnast starfi hvors annars með sameiginlegum fundum og heimsóknum.
 • Skipulagsfundir eru haldnir að vori og hausti þar sem samstarf skólastiganna er skipulagt.
 • Báðir skólarnir bera ábyrgð á samstarfinu.
 • Borgaskóli skipuleggur vorskóla fyrir væntanlega nemendur í 1. bekk.